Börn Harry Kane lentu í bílslysi í Þýskalandi á mánudag, daginn áður en hann mætti Arsenal í Meistaradeildinni með Bayern Munchen.
Þýska blaðið Bild segir frá þessu. Þrjú börn Kane, 3, 5 og 7 ára, voru í Mercedes-bifreið með 24 ára gamalli konu þegar Renault-bifreið keyrði á þau. Voru þau flutt á sjúkrahús í kjölfarið.
Þrír voru í Renault-bifreiðinni og einn í Land Rover-bifreið sem einnig lenti í slysinu. Allir átta aðilar sluppu þó við meiriháttar meiðsli.
Þennan dag var Kane að ferðast með Bayern til London, þar sem liðið gerði 2-2 jafntefli við Arsenal í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudag.