Pep Guardiola stjóri Manchester City var reiður eftir jafntefli gegn Arsenal í gær og las yfir Jack Grealish.
Grealish kom inn sem varamaður í stórleiknum sem endaði með markalausu jafntefli.
Ljóst var snemma leiks að Arsenal ætlaði að sitja til baka og reyna að sækja hratt.
Hvorugt liðið fékk mikið af færum í leiknum en Manchester City var rúmlega 70 prósent með boltann án þess að nýta það.
Arsenal varðist á nánast öllu liðinu sínu en liðið hefur nú misst toppsætið eftir þetta markalausa jafntefli.
Þegar níu umferðir eru eftir er Liverpool með 67 stig, Arsenal tveimur stigum minna og City er þremur stigum á eftir Liverpool.
Pep Guardiola with Jack Grealish after the match. pic.twitter.com/RlvX8gd2aL
— CentreGoals. (@centregoals) March 31, 2024