Sandro Tonali, leikmaður Newcastle, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir brot á veðmálareglum.
Um er að ræða 23 ára gamlan leikmann sem var dæmdur í tíu ára mánaða bann í október í fyrra.
Tonali var dæmdur fyrir að brjóta veðmálareglur ítalska knattspyrnusambandsins á meðan hann lék með AC Milan.
Enska sambandið hefur nú einnig ákært Tonali fyrir 50 veðmálabrot frá 12. ágúst til 12. október.
Miðjumaðurinn gæti því verið á leið í enn lengraq bann en hann hefur aðeins náð að spila átta deildarleiki með Newcastle hingað til.