Andy Robertson bakvörður Liverpool meiddist í landsleik Skotlands gegn Norður-Írlandi í gær en um var að ræðfa æfingaleik.
Forráðamenn Liverpool eru vafalítið pirraðir en þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Robertson meiðist í landsleik.
Robertson fór meiddur af velli eftir 37 mínútur en meiðslin voru á ökkla.
Liverpool er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið er stigi á eftir toppliði Arsenal.
Óvíst er hversu alvarleg meiðsli Robertson eru en það ætti að koma í ljós á næstu dögum.