Varnarmaðurinn Rasmus Christiansen hefur skrifað undir samning við lið ÍBV í Lengjudeild karla.
Þetta var staðfest í dag en um er að ræða 34 ára gamlan varnarmann sem spilaði með liðinu frá 2010 til 2012.
Þaðan fór Rasmus í KR og síðar Val en var síðast á mála hjá Aftureldingu í Lengjudeildinni í fyrra.
Rasmus gerir samning út tímabilið og á að leysa Eið Aron Sigurbjörnsson af hólmi sem samdi nýlega við Vestra.
Daninn hefur samtals sðilað 302 KSÍ leiki og skorað í þeim átta mörk.