„Það er erfitt að kyngja öllum tapleikjum, okkur leið vel í hálfleik,“ sagði Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands eftir 2-1 tap gegn Úkraínu í kvöld.
Draumurinn um Evrópusætið er úr sögunni eftir tapið en Úkraína fer á lokamótið í Þýskalandi í sumar.
„Fyrra markið var slakt að fá, við fengum færi og vorum svo illa staðsettir og þeir fengu skotið. Við urðum þreyttir í restina, við hefðum samt getað jafnað.“
„Þeir voru með góða leikmenn í öllum stöðum og kannski meiri breidd en við, ég er sáttur með frammistöðuna en ekki úrslitin.“
Hareide var spurður út í Albert Guðmundsson sem skoraði mark Íslands í leiknum. „Albert er gæðaleikmaður, hann er frábær í Seriu A sem er ein besta deild í Evrópu.“
„Hann sannar í báðum leikjum hvað hann getur, það er gott að hafa svona leikmann í sínu liði.“
Viðtalið er í heild hér að neðan.