Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Wroclaw
Ísland tapaði á grátlegan hátt gegn Úkraínu, 2-1, í úrslitaleik um sæti á EM í dag.
Hér að neðan eru einkunnir leikmanna Íslands í leiknum
Hákon Rafn Valdimarsson – 7
Gerði sitt og gat lítið gert í mörkunum.
Guðlaugur Victor Pálsson – 6
Var ekki í öfundsverðu hlutverki gegn Mudryk en var oft í brasi með hann.
Sverrir Ingi Ingason – 6
Stýrði vörninni sem hélt vel framan af en það dró af henni í seinni hálfleik.
Daníel Leó Grétarsson – 6
Steig upp eftir slæman fyrri hálfleik gegn Ísrael og átti flottan leik lengst af. Þegar leið á var varnarlínan hins vegar heldur slitrótt.
Guðmundur Þórarinsson (63′) – 5
Slakur varnarleikur í marki Úkraínu og náði heilt yfir ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu gegn Ísrael.
Hákon Arnar Haraldsson – 8 – Maður leiksins
Frábær í þessum leik. Sýndi stórkostlega takta inn á milli og stundum var eins og hann væri að leysa allar stöður vallarins.
Jóhann Berg Guðmundsson – 7
Fyrirliðinn skilaði fínu dagsverki.
Arnór Ingvi Traustason – 7
Eins og í undanförnum leikjum skilaði Arnór mjög flottri frammistöðu á miðjunni.
Jón Dagur Þorsteinsson (87′) – 8
Flottur leikur hjá Jóni. Mikil ógn af honum af kantinum.
Albert Guðmundsson – 8
Sýndi snilli sína enn á ný og skoraði ótrúlegt mark, sem dugði því miður ekki til.
Andri Lucas Guðjohnsen (63′) – 7
Skilaði hlutverki sínu vel í fyrri hálfleik og til fyrirmyndar í pressunni.
Varamenn
Kolbeinn Birgir Finnsson (63′) – 6
Orri Steinn Óskarsson (63′) – 6
Aðrir spiluðu of lítið til að fá einkun.