Lisandro Martinez, leikmaður Manchester United, er á heimleið samkvæmt enska miðlinum Daily Mail.
Martinez var valinn í landsliðshóp Argentínu fyrir leiki gegn El Salvador og Kosta Ríka en hann hefur ekkert spilað síðustu sex vikur vegna meiðsla.
Þessi 26 ára gamli leikmaður æfði með argentínska landsliðinu í þessari viku en er ekki leikhæfur.
Mail segir að Martinez sé nú að snúa aftur til Manchester og mun undirbúa sig fyrir næsta leik liðsins gegn Brentford þann 30. mars.
Leikurinn eftir það er stór fyrir þá rauðklæddu en liðið heimsækir Chelsea þann 4. apríl.