fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Gulli fær fólk til að anda léttar – „Bara nokkrir hlutir sem eru búnir að angra mig í smá tíma“

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 23. mars 2024 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest

„Stemningin er mjög góð og jákvæð. Hún var það fyrir síðasta leik og enn betri núna eftir að hafa unnið,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson landsliðsmaður við 433.is í dag.

Þrír dagar eru í úrslitaleik um sæti á EM gegn Úkraínu en íslenska liðið tryggði sér þann leik með 4-1 sigri á Ísrael á fimmtudag.

Athygli vakti að Guðlaugur tók ekki þátt í æfingu Íslands í dag en hann segir það ekki vegna meiðsla.

„Ég vildi bara gefa líkamanum aukadag í rólegheitum. Það er ekkert að mér þannig, ég er ekkert meiddur. Það eru bara nokkrir hlutir sem eru búnir að angra mig í smá tíma. Það er búið að vera mikið álag þannig ég ákvað að gera þetta.“

video
play-sharp-fill

Guðlaugur býst við töluvert erfiðari leik gegn Úkraínu en Ísrael.

„Þetta verður miklu erfiðara en á móti Ísrael, frábærir einstaklingar og gott lið. Þetta verður alls ekki auðvelt.“

Hann er ánægður með stöðuna á íslenska hópnum og blöndunni sem nú er til staðar.

„Það er komin frábær blanda. Þetta eru skemmtilegir strákar á öllum aldri, allir mismunandi. Þetta er bara frábært.“

Ítarlegra viðtal við Guðlaug má nálgast í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Manchester United komið í viðræður um spennandi leikmann

Manchester United komið í viðræður um spennandi leikmann
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Real Madrid hefur áhuga á besta leikmanni Englands í dag

Real Madrid hefur áhuga á besta leikmanni Englands í dag
433Sport
Í gær

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“
Hide picture