Bianca Westwood íþróttafréttkona á Bretlandi segir frá því þegar hún var að byrja í faginu fyrir 23 árum. Hún mætti þá í prufu hjá Sky Sports en fékk fljótlega að heyra það að hún væri of ljót fyrir sjónvarp.
Bianca átti erfitt með að taka þessu en vildi sanna ágæti sitt þrátt fyrir athugasemdir um útlitið sitt.
„Þegar ég fór í prufu fyrir mörgum árum þá var mér sagt að ég væri ekki nógu myndarleg fyrir Sky Sports News,“ segir Bianca.
„Ég var hugsi, af hverju hafði útlit mitt eitthvað með þetta að gera. Það voru fullt af ómyndarlegum mönnum að vinna þarna og ég taldi mig nú bara líta vel út. Mér var sagt að það yrði að vera ákveðnar týpur af konum, ég var ekki þannig.“
Bianca komst inn hjá Sky og starfaði lengi fyrir fyrirtækið en hætti síðasta sumar.
„Nokkrum árum eftir þessi ummæli var ég alltaf í sjónvarpinu hjá þeim, það skipti engu máli hvort ein augabrúnin væri ofar en hin.“
Bianca er nú hjá Talksport sem er mjög vinsæl útvarpsstöð í Bretlandi og fjallar bara um íþróttir.