Borussia Dortmund er tilbúið að borga 30 milljónir punda fyrir Jadon Sancho frá Manchester United. Florian Plettenberg segir frá.
Hann segir þó stærsta vandamálið vera launin sem Sancho er með hjá United, Dortmund geti aldrei borgað í kringum 300 þúsund pund á viku.
United keypti Sancho frá Dortmund fyrir tæpum þremur árum á 75 milljónir punda.
Hann var lánaður til Dortmund í janúar eftir að hann og Erik ten Hag fóru í stríð, verði hollenski stjórinn rekinn gæti framtíð Sancho breyst.
Plettenberg segir að félögin muni funda um málið á næstu vikum og sjá hvort hægt sé að landa samkomulagi.
⚫️🟡 News @Sanchooo10: The 23 y/o can really imagine staying long-term at Borussia Dortmund. However, for all parties involved it's still too early to say if that will happen. | #BVB
On one hand, there could still be changes in the coaching position at ManUtd. On the other hand,… pic.twitter.com/dkhAmJZ8i2
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) March 18, 2024