Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest
Veðbankar telja flestir ólíklegra að Ísland hafi betur gegn Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á EM á fimmtudag.
Ísland og Ísrael mætast hér í Búdapest, en ekki er spilað í Ísrael vegna ástandsins á Gasa. Sigurvegarinn mætir Úkraínu eða Bosníu í hreinum úrslitaleik um sæti á mótinu.
Veðbankar telja líklegra að Ísrael vinni en til að mynda er stuðull á liðið á Lengjunni 2,17. Hann er 3 á sigur Íslands.
Veðbankarnir gera því ráð fyrir fremur jöfnum leik en pendúllinn sveiflast með Ísrael hjá þeim.
Leikurinn á fimmtudag fer fram klukkan 19:45 að íslenskum tíma.