Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest
Það var líf og fjör á fyrstu æfingu íslenska karlalandsliðsins í Búdapest í kvöld.
Ellefu leikmenn tóku þátt í æfingunni. Ísland undirbýr sig fyrir gríðarlega mikilvægan umspilsleik við Ísrael hér í borg á fimmtudag. Alls eru 24 leikmenn í hópi Age Hareide en ellefu æfðu í dag. Fyrsta alvöru æfingin fer svo fram á morgun með hópnum í heild.
Meira
Þessir ellefu tóku þátt í fyrstu æfingu Íslands í Búdapest
Í dag skelltu menn sér til að mynda í reitarbolta og þar bar hæst þegar yfir 30 sendingar náðust þegar Alfreð Finnbogason og Ísak Bergmann Jóhannesson voru inn í.
Hér að neðan má sjá skondið myndband af þessu.