Jadon Sancho hefur í fyrsta sinn tjáð sig um mál hjá Manchester United frá því að hann var settur í kuldann þar.
Sancho var sendur út úr hópnum í september og var svo lánaður til Dortmund í janúar.
Hann hefur hins vegar fylgst með úrslitum Manchester United og virtist sáttur með sigur liðsins á Liverpool í gær.
„Í heimsklassa,“ skrifaði Sancho á Instagram og birti mynd af Marcus Rashford sem skoraði eitt marka United.
United vann 4-3 sigur í framlengdum leik en Sancho var sáttur með vin sinn, Rashford.