Stuðningsmenn Chelsea bauluðu á Raheem Sterling í gær er liðið vann Leicester 4-2 í enska bikarnum.
Sterling átti í raun mjög slakan leik í sigri heimamanna og klikkaði til að mynda á vítaspyrnu í fyrri hálfleik.
Mauricio Pochettino segir að Chelsea þurfi að sýna Sterling stuðning og stendur sjálfur algjörlega með sínum manni.
,,Við þurfum að styðja hann, hann er magnaður leikmaður,“ sagði Pochettino við BBC.
,,Hann er með meira en tíu ára reynslu í ensku úrvalsdeildinni og auðvitað fannst mér hann leggja sitt af mörkum í leiknum.“
,,Hann var óheppinn í sumum tilfellum þar sem hann hefði mátt skora en við erum lið og þurfum að vera til staðar fyrir hvorn annan.“