Kylian Mbappe hefur útilokað það að hann sé á leið til Arsenal í sumarglugganum sem opnar bráðlega.
Mbappe verður samningslaus í sumar en hann er leikmaður Paris Saint-Germain og er einn besti fótboltamaður heims.
Mbappe var fyrr í vetur óvænt orðaður við Arsenal en útlit er fyrir að hann muni ekki enda þar.
Allar líkur eru á að Mbappe semji við Real Madrid en það er draumur leikmannsins að spila þar.
,,Það er ekki séns, ekki séns. Það er of kalt þarna,“ sagði Mbappe við ungan stuðningsmann sem bað Mbappe um að semja við Arsenal.
I tried @Arsenal. Your loss @KMbappe 🤷🏻♂️🔴⚪️ pic.twitter.com/eUMcq87eix
— Mikey Poulli (@mikeypoulli) March 16, 2024