Ofurtölvan fræga hefur spáð í spilin í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í 8-liða úrslitin í gær.
Mörg mjög góð lið eru eftir í keppninni en nefna má AC Milan, Liverpool, Atalanta og Leverkusen.
Ofurtölvan er viss í sínu mál og segir að úrslitaleikurinn verði á milli Liverpool og Leverkusen í sumar.
Liverpool þarf fyrst að slá út Atalanta í 8-liða úrslitum en Leverkusen spilar við West Ham sem er einnig frá Englandi.
Xabi Alonso er þjálfari Leverkusen en hann er sterklega orðaður við Liverpool sem verður þjálfaralaust í sumar.