Það eru hörkuleikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag en sex leikir hefjast klukkan 15:00.
Chelsea heimsækir Brentford á erfiðan útivöll og vonast eftir sigri ef liðið ætlar að blanda sér í einhverja Evrópubaráttu.
Liverpool getur náð fjögurra stiga forskoti á toppnum á sama tíma er liðið mætir Nottingham Forest á útivelli.
Tottenham spilar þá við Crystal Palace heima og getur komist nær fjórða sætinu þar sem Aston Villa spilar en Villa leikur við Luton síðar í dag.
Hér má sjá byrjunarlið dagsins.
Liverpool: Kelleher, Gomez, Konate, Van Dijk, Robertson, Bradley, Clark, Mac Allister, Elliot, Diaz, Gakpo.
Chelsea: Petrovic, Gusto, Disasi, Chalobah, Chilwell, Colwill, Caicedo, Fernandez, Palmer, Gallagher, Jackson.
Tottenham: Vicario, Royal, Romero, Van de Ven, Udogie, Bissouma, Bentancur, Maddison, Kulusevski, Son, Werner.