Manchester City 2 – 0 Everton
1-0 Erling Haaland(’71)
2-0 Erling Haaland(’85)
Manchester City er komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir leik gegn Everton sem fór fram í dag.
Um var að ræða fyrsta leik dagsins en City er nú með einu stigi meira en Liverpool sem á leik til góða gegn Burnley í dag.
Everton gengur illa þessa dagana og er einu stigi frá öruggu sæti eftir 24 leiki – tíu stig voru þó tekin af liðinu fyrr á tímabilinu.
Erling Haaland gerði sitt að venju og sá um að skora tvö mörk fyrir meistarana í einmitt 2-0 sigri.