Sagnfræðingurinn og íþróttaáhugamaðurinn Stefán Pálsson var gestur Íþróttavikunnar sem kemur út á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarp Símans alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Rætt var um tíðindi úr íslenska boltanum og þar á meðal að Jónatan Ingi Jónsson sé mættur í Val.
Hrafnkell segir hóp Valsara of stóran.
„Það er rosalega mikið af kantmönnum. Mér finnst þetta stór og illa samsettur hópur. Mér finnst þeir þurfa djúpa miðjumenn, jafnvel fleiri hafsenta.“
Stefán hefur séð mikið af Val þrátt fyrir að vera harður Framari, enda býr hann í nágrenninu.
„Þú veist aldrei alveg hvaða lið þú færð þegar Valur mætir.“
Umræðan í heild er í spilaranum.