Ipswich 1 – 2 Maidstone United
0-1 Lamar Reynolds
1-1 Jeremy Sarmiento
1-2 Sam Corne
Gríðarlega óvænt úrslit voru í boði í enska bikarnum í dag er Ipswich fékk lið Maidstone United í heimsókn í fyrsta leik dagsins.
Ipswich spilar í Championship deildinni sem er næst efsta deild Englands og fékk að spila þennan leik á heimavelli.
Utandeildarlið Maidstone kom í heimsókn og náði í ótrúlegan sigur og tryggði sér sæti í næstu umferð.
Sam Corne reyndist hetja gestanna en hann gerði sdigurmarkið í 2-1 sigri á 66. mínútu.
Ipswich sótti verulega að marki gestanna fyrir leikslok en kom boltanum ekki inn og ljóst að Maidstone fer áfram í þessari ágætu keppni.