fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Birtir mynd sem kemur netverjum í opna skjöldu – Sparkaði eftirminnilega í hann fyrir meira en áratug

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. janúar 2024 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eden Hazard birti skemmtilega mynd á samfélagsmiðla í gær með vodka-kónginum Charlie Morgan.

Þeir félagar eiga sér heldur betur sögu en árið 2013 var Hazard rekinn af velli í leik Chelsea gegn Swansea í enska deildabikarnum. Morgan, þá 17 ára gamall, var þá boltastrákur og ákvað hann að tefja sem pirraði Hazard verulega. Það endaði með því að Belginn sparkaði í Morgan og fékk að fjúka af velli.

Margt hefur breyst á ellefu árum en í Morgan gerir nú virkilega vel í vodka-bransanum og er metinn á 40 milljónir punda.

Hazard tilkynnti í nóvember að hann hefði lagt skóna á hilluna, en hann yfirgaf Real Madrid í sumar.

Við myndina í gær af Hazard og Morgan skrifaði sá fyrrnefndi: „Það góða við að hætta í fótbolta er að þú getur hitt gamla vini. Þú hefur náð langt á 11 árum vinur minn.“

Hér að neðan má sjá myndina og enn neðar er myndband af atvikinu umrædda sem varð til þess að Hazard fékk rautt spjald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn
433Sport
Í gær

City hafi skoðað að sækja manninn sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi

City hafi skoðað að sækja manninn sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi
433Sport
Í gær

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu