Ivan Toney sneri aftur í lið Brentford í dag sem mætti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni.
Toney hefur ekkert spilað á þessu tímabili en hann var dæmdur í bann í fyrra vegna veðmálabrota.
Englendingurinn minnti á sig í dag og jafnaði metin fyrir Brentford á 19. mínútu fyrri hálfleiks.
Brentford vann leikinn 3-2 að lokum en fallegt mark Neal Maupay sá um að tryggja öll stigin.
Mark Toney beint úr aukaspyrnu má sjá hér.
Ivan toney goal for brentford ❤️ pic.twitter.com/fGo8FEgeI1
— Light✷ (@Iamkira_3) January 20, 2024