Sóknarmaðurinn öflugi Ben Brereton Diaz er kominn í ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn og mun reyna fyrir sér hjá Sheffield United.
Frá þessu var greint í gær en Diaz gerir lánssamning við Sheffield sem gildir út þetta tímabil.
Diaz vakti athygli með Blackburn á sínum tíma en hann lék með liðinu í fjögur ár og skoraði 45 deildarmörk í 144 leikjum.
Eftir það fékk Diaz boð frá Villarreal og samþykkti það en hann skoraði ekki mark í 14 leikjum fyrir félagið í vetur.
Villarreal var því reiðubúið að hleypa leikmanninum burt og spreytir hann sig í úrvalsdeildinni í fyrsta sinn með fallbaráttuliðinu.