fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Grafalvarlegt ástand á Laugardalsvelli og óvíst er hvað hann fær leyfi lengi – Rakavandamál í klefa sem þarf að loka

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. september 2023 17:00

Frá höfuðstöðvum KSÍ / Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rakavandamál eru í einum af búningsklefum Laugardalsvallar og óvíst er hversu lengi verður hægt að leika alþjóðlega keppnisleiki á vellinum.

Þetta kemur fram í fundargerð KSÍ frá 24 ágúst sem nú hefur verið gerð opinber á vef sambandsins.

Knattspyrnuhreyfingin hefur lengi beðið eftir nýjum keppnisvelli en ríkisstjórn og Reykjavíkurborg hafa ekki viljað fara í verkefnið.

Laugardalsvöllur er á undanþágu og virðist styttast í þann dag að UEFA hreinlega banni keppnisleiki á vellinum í sínum keppnum.

„Rætt um ástand Laugardalsvallar og viðhaldsverkefni, m.a. að loka hefur þurft klefa 6 tímabundið vegna rakavandamála. Ástandið er grafalvarlegt og óvíst er hversu lengi verður hægt að leika á vellinum í opinberum keppnisleikjum,“ segir í fundargerð KSÍ

„Framundan er fundur með UEFA þar sem farið verður yfir stöðuna. Þá er einnig framundan fundur með Reykjavíkurborg um helstu viðhaldsverkefni sem þola ekki bið. Fulltrúar KSÍ á þeim fundi verða Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri, Kristinn V. Jóhannsson vallarstjóri Laugardalsvallar og Óskar Örn Guðbrandsson verkefnastjóri KSÍ í landsleikjum á Laugardalsvelli. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Setti tíðindin af Aroni í samhengi – „Það er viðurkenning fyrir hann“

Setti tíðindin af Aroni í samhengi – „Það er viðurkenning fyrir hann“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ekki hræddir við Manchester United

Ekki hræddir við Manchester United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“
433Sport
Í gær

Staðfestir að Trent muni ekki spila

Staðfestir að Trent muni ekki spila
433Sport
Í gær

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“