Fjölmiðlamaðurinn umdeildi Piers Morgan hvetur framherjann Victor Osimhen til að eyða ekki meira tíma hjá Napoli og koma til Arsenal eftir meðferðina sem hann hefur orðið fyrir hjá ítalska félaginu.
Napoli birti afar óviðeigandi myndband á TikTok reikningi félagins þar sem grín var gert að Osimhen. Myndbandið birtist á opinberum reikningi félagsins en það sýndi vítaklúður Osimhen um helgina þar sem búið var að bæta inn í furðulegri lýsingu. Augljóslega var verið að gera grín að leikmanninum.
Morgan er mikill stuðningsmaður Arsenal og vill sjá Osimhen koma til félagsins þegar glugginn opnar í janúar.
„Ekki sætta þig við þessa skelfilegu meðferð, komdu frekar til Arsenal,“ skrifaði Morgan á Twitter (X).
Umboðsmaður Osimhen, Roberto Calenda, gaf út yfirlýsingu vegna málsins í gær.
„Það sem birtist í dag á opinberum reikningi Napoli á Twitter er algjörlega óásættanlegt,“ sagði hann meðal annars, en myndbandinu hefur nú verið eytt.
Osimhen og Calenda íhuga lögsókn á hendur Napoli vegna málsins.