Mallorca 2 – 2 Barcelona
1-0 Vedat Muriqi(‘8)
1-1 Raphinha(’41)
2-1 Abdon Prats(’45)
2-2 Fermin Marin(’75)
Barcelona tapaði óvænt stigum í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Mallorca.
Mallorca náði í flott stig á heimavelli gegn Börsungum sem jöfnuðu metin er um 15 mínútur voru eftir.
Barcelona var að gera sitt annað jafntefli á tímabilin en situr á toppnum með 17 stig eftir sjö leiki.
Girona á þó möguleika á að komast í toppsætið í leik gegn Villarreal sem fer fram á morgun.
Girona hefur byrjað tímabilið frábærlega og er með 16 stig eftir sex leiki.