Enn ein stórstjarnan gæti verið á leið til Inter Miami en króatíski miðillinn Dubrovnik Times greinir frá.
Miðjumaðurinn Luka Modric gæti verið að semja í Bandaríkjunum en hann hefur leikið með Real Madrid í langan tíma.
Modric er orðinn 38 ára gamall en er sterklega orðaður við Miami sem er með aðrar stjörnur í sínum röðum.
Þrjár goðsagnir Barcelona leika með Miami eða þeir Lionel Messi, Sergio Busquets og Jordi Alba.
Samningur Modric rennur út sumarið 2024 og er því alls ekki útilokað að hann skelli sér til Bandaríkjana í janúarglugganum.