Það er búið að opinbera fljótustu leikmenn tölvuleiksins EA Sports FC 24 sem er að koma út á næstu dögum.
Um er að ræða afar frægan tölvuleik sem var áður undir heitinu ‘FIFA’ sem flestir ættu að kannast við.
Það kemur ekki mörgum á óvart hver fljótasti leikmaður leiksins er en það er Kylian Mbappe, leikmaður PSG.
Mbappe er gríðarlega fljótur og fær 97 í einkunn af 99 mögulegum og í öðru sæti er Karim Adeyemi hjá Dortmund með 96 ásamt Alphonso Davies.
Kylian Mbappe(PSG) – 97
Karim Adeyemi(Dortmund) – 96
Alphonso Davies(Bayern) – 96
Vinicius Jr.(Real Madrid) – 95
Moussa Diaby(Aston Villa) – 95
Christian Conteh(VfL Osnabruck) – 95
Trinity Rodman(Washington Spirit) – 94
Delphine Cascarino(Lyon) – 94
Sheraldo Becker(Union Berlin) – 94
Inaki Williams(Athletic Bilbao) – 94