Víkingur R. 2 – 2 KR
1-0 Aron Elís Þrándarson(‘9)
2-0 Danijel Dejan Djuric(’31)
2-1 Benoný Breki Andrésson(’53)
2-2 Kristinn Jónsson(’73)
Víkingur þarf að bíða með það að fagna Íslandsmeistaratitlinum eftir leik sem fór fram á heimavelli liðsins í kvöld.
Um var að ræða leik í efri hluta úrslitakeppninnar en Víkingur gat unnið deildina með sigri á KR.
Allt stefndi í að þaðs yrði raunin eftir fyrri hálfleik en heimamenn voru þá með 2-0 forystu og útlitið bjart.
KR svaraði hins vegar fyrir sig í seinni hálfleik með tveimur mörkum og tryggði sér mjög gott stig.
Víkingar eru með 12 stiga forystu eftir 23 leiki en næsti leikur liðsins er úti gegn Blikum.