Íslenska kvennalandsliðið hefur leik í Þjóðadeild UEFA á föstudag þegar liðið mætir Wales, en keppnin er ný af nálinni í kvennaflokki.
Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst hann kl. 18:00.
Stelpurnar okkar mæta svo Þýskalandi á þriðjudag á Ruhrstadion í Bochum og hefst sá leikur kl. 16:15 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV.
Miðasala á leikinn gegn Wales er í fullum gangi á tix.is ásamt því að mótsmiðasala á heimaleiki liðsins í keppninni verður í gangi fram að leik á föstudag.