Jose Mourinho og hans menn svöruðu svo sannarlega fyrir sig í gær er liðið mætti Empoli í Serie A.
Mourinho og lærisveinar unnu magnaðan 7-0 sigur á Empoli þar sem Romelu Lukaku komst til að mynda á blað.
Það var sett ákveðin pressa á Mourinho af ítölskum miðlum fyrir leikinn eftir erfiða byrjun á tímabilinu.
Roma var að vinna sinn fyrsta sigur í deildinni á tímabilinu og skoraði eins og áður sagði sjö mörk sem er ekki algengt.
Fjölmiðlar á Ítalíu töluðu um fyrir leik að þetta væri þriðja tímabil Mourinho og að þá myndi flest fara í vaskinn hjá þeim liðum sem hann stýrir.
Mourinho er ekki þekktur fyrir að endast of lengi hjá sínum liðum en hann hefur þjálfað ófá lið á ferlinum.
Portúgalinn setti sokk upp í marga blaðamenn með sigri helgarinnar og vonandi fyrir hann heldur gott gengi áfram.