Bernardo Silva er með klásúlu upp á 50 milljónir punda í nýjum samningi sínum við Manchester City sem virkjast næsta sumar. Fabrizio Romano segir frá þessu.
Silva var lengi vel orðaður frá City í sumar en framlengdi að lokum samning sinn til 2026.
Önnur félög geta keypt hann á 50 milljónir punda án þess að City hafi neitt um það að segja. Þessi klásúla virkjast þó ekki fyrr en næsta sumar.
Barcelona og Paris Saint-Germain sýndu Silva mikinn áhuga í sumar og má gera ráð fyrir að þau geri það áfram.
Silva hefur verið frábær fyrir City undanfarin ár en hann kom frá Monaco 2017.
Bernardo Silva new deal valid until 2026 includes £50m release clause — it’s only starting from next summer. 🔵🇵🇹
City did excellent work in keeping Silva despite PSG bids & Barça interest.
Bernardo signed to win titles again, full focus on City now.
📱 https://t.co/E02zMlqC57 pic.twitter.com/3geU4gHtvw
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 18, 2023