Maurizio Sarri og allir hans starfsmenn hjá Lazio neituðu að tala við fjölmiðla um helgina eftir tap gegn Juventus.
DAZN greinir frá þessu en enginn á vegum Lazio mætti í viðtal eftir leik en viðureignin tapaðist 3-1.
Sarri og fleiri voru bálreiðir út í dómara leiksins eftir að Dusan Vlahovic hafði komið Juventus yfir í leiknum.
Þeir vilja meina að Weston McKennie hafi ekki haldið boltanum í leik áður en markið var skorað og létu svo sannarlega í sér heyra á meðan leik stóð.
Það er talin skylda fyrir starfsmann eða leikmann að mæta í viðtal eftir leik og verður fróðlegt að sjá hvort Lazio verði refsað.