Cristiano Ronaldo er sagður vera að undirbúa lögsókn gegn sínu fyrrum félagi Juventus þar sem hann lék um stutta stund.
Sport Mediaset á Ítalíu greinir frá en Ronaldo segist eiga inni 17 milljónir punda hjá sínu fyrrum félagi.
Juventus lenti í töluverðum fjárhagsvandræðum er kórónuveiran lét fyrst til sín taka og tóku margir leikmenn á sig launalækkun.
Sport Mediaset segir að Ronaldo hafi reynt að ná samkomulagi við Juventus vegna málsins en engin niðurstaða hefur fengist.
Paulo Dybala er annar leikmaður sem tók á sig verulega launalækkun á þessum erfiðu tímum en hann ákvað að láta málið vera.
Ronaldo er í dag á mála hjá Al Nassr í Sádí Arabíu og er talinn vera launahæsti leikmaður heims.