fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Hareide segist hata VAR: Hélt eldræðu í Laugardalnum og rifjaði upp þegar Ronaldo kramdi hjörtu Íslendinga – „Maður í einhverri rútu sem tekur þessa ákvörðun“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. september 2023 07:58

Age Hareide, fyrrum landsliðsþjálfari. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að Åge Hareide, þjálfara íslenska karlalandsliðsins, sé illa við myndbandsdómgæslu, VAR. Hann ræddi þetta á blaðamannafundi eftir leik Íslands gegn Bosníu-Hersegóvínu í gær.

Leikurinn var liður í undankeppni EM 2024 og vann íslenska liðið 1-0 með dramatísku sigurmarki Alfreðs Finnbogasonar í uppbótartíma.

Um tíma var hræðsla um að markið yrði dæmt af vegna rangstöðu en eftir langa skoðun í VAR komust dómarar að því að markið væri gott og gilt. Hareide var spurður út í biðina eftir því að fá að vita það.

„Ég hata VAR,“ sagði hann þá. „Ég treysti dómurunum sem eru á vellinum.“

Hareide tók dæmi um leikinn á móti Portúgal í sumar þar sem hann taldi að sigurmark Cristiano Ronaldo hefði ekki átt að fá að standa. VAR sneri dómnum við en upprunalega hafði verið dæmd rangstaða.

„Á móti Portúgal sá dómarinn að það var rangstaða. Ég hefði getað fengið rautt spjald frá dómaranum fyrir að reyna að útskýra af hverju þetta var það. Það voru þrír menn í vítateignum og tveir af þeim rangstæðir. Sá þriðji var á milli þeirra og var ekki rangstæður en hann skallaði boltann niður til Ronaldo. Hinir tveir eru hluti af sókninni. Svo er maður í einhverri rútu sem tekur þessa ákvörðun þegar línuvörðurinn sér þetta vel.

Ég hata VAR því fótbolti snýst um það sem er að gerast núna. Hann snýst ekki um að bíða í fimm mínútur til að fá útskýringu frá einhverjum í rútu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Setti tíðindin af Aroni í samhengi – „Það er viðurkenning fyrir hann“

Setti tíðindin af Aroni í samhengi – „Það er viðurkenning fyrir hann“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ekki hræddir við Manchester United

Ekki hræddir við Manchester United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“
433Sport
Í gær

Staðfestir að Trent muni ekki spila

Staðfestir að Trent muni ekki spila
433Sport
Í gær

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“