fbpx
Fimmtudagur 28.september 2023
433Sport

Helgi Seljan og forsetinn takast á um hið umdeilda mál í Kópavogi – „Nei, ég skil ekkert um hvað þú ert að tala“

433
Mánudaginn 5. júní 2023 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta. Formaður leikmannasamtaka og fyrrum formaður KSÍ hafa opinberlega varið þessa framgöngu. Það eitt og sér sýnir að þetta var ekki one off, heldur norm. Það er galið,“ skrifar hinn virti og reyndi fréttamaður, Helgi Seljan á Twitter í dag.

Mikil umræða hefur skapast í kringum íslenska knattspyrnu eftir leik Breiðabliks og Víkings á föstudag. Allt sauð upp úr í lok leiks og þjálfarar liðanna, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Gunnlaugsson fóru í viðtöl sem voru ansi áhugaverð.

video
play-sharp-fill

Helgi Seljan skrifar færslur á Twitter í dag þar sem hann deilir pistli sem Brynjar Birgisson, fyrrum dómari skrifar og fer yfir þetta atvik og fleiri.

Þar beinir hann orðum sínum að Arnari Geirssyni, forseta leikmannasamtkanna og Geir Þorsteinssyni fyrrum formanni KSÍ. Arnar var fljótur að svara fyrstu færslu Helga og hófust þá orðaskipti þeirra.

„Ég varði enga tiltekna framkomu. Ég spurði spurninga. Af hverju mætti ekki gagnrýna störf dómara eftir leik eins og það má gagnrýna störf andstæðingsins, hver munurinn væri. Að auki sagði ég að það væri að sjálfsögðu einhver lína og það ætti að taka á því ef farið væri yfir hana,“ skrifar forsetinn, Arnar Sveinn en hann hafði tjáð sig um málin eftir leik Breiðabliks og Víkings. Eins og sjá má í færslu. hér að neðan.

Helgi virðist gefa lítið fyrir þær útskýringar Arnars í dag. „Ó, þetta var bara svona heimspekileg vangvelta út í loftið, af engu tilefni um ekki neitt? Hver hefur annars haldið því fram að ekki “megi gagnrýna” dómara?,“ skrifar Helgi.

Arnar svarar Helga og segir að hann eigi nú að þekkja það að hlutum sé velt fyrir sér. „Nei, augljóslega kemur þetta upp eftir umræðu um viðtalið við Arnar. Eins og umræður og vangaveltur eiga til að gera, þ.e. koma upp eftir eitthvað atvik sem býr til einmitt það – umræður og vangaveltur. Held að þú ættir að þekkja það manna best, hafandi verið í fjölmiðlum lengi,“ skrifar Arnar.

Helgi segist hins vegar ekkert botna í því sem Arnar reynir að segja. „Nei, ég skil ekkert um hvað þú ert að tala,“ skrifar hinn margverðlaunaði blaðamaður og heldur áfram.

„Það er mjög spes að teikið þitt út úr þessu viðtali sé að velta vöngum yfir því hvers vegna megi ekki gagnrýna dómara og fara í eitthvað “hvað verður um viðtölin?”,“ skrifar Helgi.

Arnar segist ekki skilja af hverju það sé spes að velta svona hlutum upp. „Af hverju er það spes? Það er ein hliðin á þessu? Og sú vangavelta kemur þegar það er strax kallað eftir því að Arnar fái bann fyrir ummæli sín. Þá fer ég að hugsa hvar línan sé. Af hverju það megi segja hluti um andstæðinginn en ekki dómarann. Áhorfandanum finnst áhugavert að fá að komast nær þáttakendum leiksins, hvort sem það eru þjálfarar, leikmenn eða dómarar. Það element hverfur augljóslega ef menn fá bann auðveldlega og verða þar af leiðandi passífari. En að sjálfsögðu er einhver lína. Að mínu mati er línan þegar þú ert hættur að gagnrýna frammistöðuna beint og farinn að fókusa á einstaklinginn sem slíkan – eða ert að nota niðrandi talsmáta / fúkyrði til þess að gagnrýna,“ skrifar Arnar.

Helgi veltir því fyrir sér hvort orð Arnars Gunnlaugssonar eftir leik hafi ekkert að segja í svona máli. En að hafa dómara fyrir rangri sök, og leggja þannig út af því að hann hafi orðið til þess að þú vannst ekki?,“ segir Helgi.

Arnar tekur þá aftur til máls. „ Hans skoðun er að tíminn hafi farið yfir það sem var gefið upp, sem er rétt að því leyti að tíminn fer yfir þessar 6 mínútur. Tíminn sem hann nefnir er ekki réttur, þ.e. að það hafi verið 1 og hálf mínúta. Hans mat er að það hefði átt að flauta af fyrr – og af því það var ekki gert að þá höfðu Blikar tækifæri til að jafna leikinn. Svo er fólk bara sammála eða ósammála því. Uppbótartími er nefnilega því miður ekki eitthvað niðurneglt, heldur mat dómarans hverju sinni,“ skrifar Arnar

Helgi segir að öllum eigi að vera ljóst hver skoðun Arnars Gunnlaugssonar sé en vill fá svör frá forsetanum um þau orð sem féllu um Ívar Orra, dómara leiksins. „Við vitum alveg hver hans skoðun er Arnar, en hver er þín (af því að þú telur þig alls ekki hafa verið að tjà hana með þessum ummælum þínum) fannst þér þessi framganga gagnvart Ívari bara eins og hver önnur gagnrýni eða yfir þessa línu?,“ segir Helgi en Arnar hefur ekki svarað þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skulda öllum starfsmönnum sínum laun og eiga von á refsingu í þriðja sinn á stuttum tíma

Skulda öllum starfsmönnum sínum laun og eiga von á refsingu í þriðja sinn á stuttum tíma
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rúnar Alex varði vítaspyrnu Arnórs

Rúnar Alex varði vítaspyrnu Arnórs
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Líklega hættur aðeins 32 ára eftir athyglisverðan feril

Líklega hættur aðeins 32 ára eftir athyglisverðan feril
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum stórstjarnan óþekkjanleg á nýjustu myndinni

Fyrrum stórstjarnan óþekkjanleg á nýjustu myndinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hlaðvarp Lengjudeildarinnar: Magnús Már og Davíð Smári ræða stóru stundina sem framundan er í Laugardal

Hlaðvarp Lengjudeildarinnar: Magnús Már og Davíð Smári ræða stóru stundina sem framundan er í Laugardal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gattuso tekur við sem stjóri Marseille

Gattuso tekur við sem stjóri Marseille
433Sport
Í gær

Sjáðu glæsilegt mark Jóns Daða gegn Manchester United í gær

Sjáðu glæsilegt mark Jóns Daða gegn Manchester United í gær
433Sport
Í gær

Ten Hag leitar logandi ljósi að kantmanni í ljósi stöðunnar – Fyrrum leikmaður Arsenal nokkuð óvænt á blaði

Ten Hag leitar logandi ljósi að kantmanni í ljósi stöðunnar – Fyrrum leikmaður Arsenal nokkuð óvænt á blaði
Hide picture