fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Baldur ómyrkur í máli: Með skýr skilaboð til fyrrum félaga – „Galið að bera þetta saman“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. maí 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Kjartan Henry Finnbogason og Nikolaj Hansen hafa mikið verið á milli tannanna á fólki. Allt hófst það með olnbogaskoti sem Kjartan veitti Dananum í leik liða þeirra, Víkings og FH, fyrir rúmri viku.

Kjartan slapp við refsingu vegna olnbogaskotsins í leiknum, en Hansen lá blóðugur eftir.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, vísaði málinu hins vegar til Aga- og úrskurðarnefndar sambandsins. Var Kjartan að lokum dæmdur í eins leiks bann.

FH-ingar eru reiðir og gáfu út yfirlýsingu vegna málsins. Þar var Klara harðlega gagnrýnd.

Þá fóru stuðningsmenn liðsins á ritvöllinn og létu í sér heyra. Margir vöktu athygli á olnbogaskoti Hansen á Eiði Atla Rúnarssyni, leikmanni HK, í leik liðanna um helgina.

Vilja þeir sjá málið fara sömu leið innan KSÍ og mál Kjartans.

Þetta var tekið fyrir í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gær. Þar voru menn sammála um að atvikin væru ekki sambærileg.

„Mér finnst galið að vera að bera þetta saman,“ sagði Baldur Sigurðsson í þættinum.

Hann útskýrði sitt mál. „Nikolaj Hansen lítur aldrei aftur á bak og er að nota hendurnar til að stökkva upp. Hann er á undan.

Þetta gerist bara, því miður. Við höfum allir lent í þessu.“

FH-goðsögnin Atli Viðar Björnsson tók undir með honum.

„Ég held að það sé litlu við þetta að bæta. Það að meiða sig og að það verði óhöpp og árekstrar er því miður bara hluti af leiknum.“

Hér að neðan má sjá olnbogaskot Hansen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eins og krakki á jólunum eftir fyrsta stóra titilinn – Fékk alvöru bjórsturtu á meðan hann tók upp

Eins og krakki á jólunum eftir fyrsta stóra titilinn – Fékk alvöru bjórsturtu á meðan hann tók upp
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Setti tíðindin af Aroni í samhengi – „Það er viðurkenning fyrir hann“

Setti tíðindin af Aroni í samhengi – „Það er viðurkenning fyrir hann“
433Sport
Í gær

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“
433Sport
Í gær

England: Watkins tryggði Villa dýrmætan sigur

England: Watkins tryggði Villa dýrmætan sigur
433Sport
Í gær

Staðfestir að Trent muni ekki spila

Staðfestir að Trent muni ekki spila
433Sport
Í gær

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“