Valur vann nokkuð sannfærandi sigur á ÍBV í Bestu deild kvenna í dag en leikið var á Hlíðarenda. Jamia Fields skoraði markið í fyrri hálfleik.
Valur vann 2-0 sigur á ÍBV en Fields skoraði fyrra mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Anna Rakel Pétursdóttir bætti svo við marki í síðari hálfleik og tryggði Val sigur. Gott svar frá liði Vals eftir tap gegn Stjörnunni í síðustu umferð.
Íslandsmeistarar Vals fara með sigrinum á topp deildarinnar með tíu stig eftir fimm umferðir.
ÍBV er í sjöunda sæti deildarinnar með sex stig.