fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
433Sport

Breiðablik og Vestri í samstarf

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 29. mars 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeildir Breiðabliks og Vestra skrifuðu undir samstarfssamning í dag.

Samstarfið snýst um að að iðkendur hjá Vestra sem koma suður til lengri eða skemmri tíma geta sótt æfingar hjá hjá Breiðabliki í sínum flokkum.

Einnig munu þjálfarar Vestra í yngri flokkum geta sótt fræðslu með þjálfurum Breiðabliks eftir því sem hentar og tekið þátt í faglegu starfi.

Iðkendur í Breiðabliki geta líka sótt æfingar hjá Vestra þegar þeir dvelja þar á félagssvæðinu.

Með þessu samstarfi vilja félögin stuðla saman að frekari uppbyggingu íslenskrar knattspyrnu og að sem flestir iðkendur geti sótt æfingar og fengið þjálfun við hæfi.

Á myndinni má sjá Tinnu Hrund Hlynsdóttur Hafberg, stjórnarmann Vestra og Hákon Sverrisson, yfirþjálfara Breiðabliks skrifa undir samkomulagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal mætir með seðlana á borð West Ham eftir viku

Arsenal mætir með seðlana á borð West Ham eftir viku
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta er reglan sem stærstu stjörnur heims hafa farið eftir í kynlífinu

Þetta er reglan sem stærstu stjörnur heims hafa farið eftir í kynlífinu
433Sport
Í gær

Svara Pétri eftir eldræðu gærdagsins og vísa staðhæfingum hans til föðurhúsanna – „Hann hefur einfaldlega rangt fyrir sér“

Svara Pétri eftir eldræðu gærdagsins og vísa staðhæfingum hans til föðurhúsanna – „Hann hefur einfaldlega rangt fyrir sér“
433Sport
Í gær

Svona gæti lið United litið út með komu Mason Mount – Kane er næstur á blaði

Svona gæti lið United litið út með komu Mason Mount – Kane er næstur á blaði