fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Bauluðu hressilega á Strákana okkar þegar þeir mættu

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. mars 2023 19:14

Íslenska liðið hitar upp.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Zenica

Það er nú þegar orðið nokkuð þétt setið í stúkunni hér á Bilino Polje leikvanginum í Zenica þegar rúmur hálftími er í leik Bosníu-Hersegóvínu og Íslands.

Liðin mætast í fyrsta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins 2024.

Stuðningsmenn hér í Zenica eru þekktir fyrir að vera ansi harðir og mátti til að mynda sjá slatta af fólki mæta í stúkuna þegar enn voru um tveir tímar í leik.

Íslenska liðið kom út að hita upp nú fyrir skömmu og fengu vægast sagt ekki blíðar móttökur. Það var baulað á þá af krafti.

Leikurinn hefst nú klukkan 19:45 að íslenskum tíma. Lærisveinar Arnars Þórs Viðarssonar ætlar sér þrjú stig.

Þrjár stærstu stjörnur Bosníu, Edin Dzeko, Miralem Pjanic og Sead Kolasinac, eru ekki í byrjunarliði Bosníu í kvöld. Þeir tveir síðastnefndu vegna meiðsla en Dzeko er á bekknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“