Lucas Neill lék sem atvinnumaður í fótbolta í nítján ár er gjaldþrota, hann segist ekki getað keypt sér nýjan síma. Allt er farið eftir að hafa þénað svakalegar upphæðir á ferlinum.
Neill þénaði væna summu á ferli sínum og árið 2007 þá samdi hann við West Ham. Frægt var að Eggert Magnússon stjórnarformaður West Ham á þeim tíma bauð honum miklu hærri laun en Liverpool gerði.
Neill var þá að fara frá Blackburn og samdi við West Ham þar sem hann þénaði sjö milljónir á viku. Það er allt farið. Björgólfur Guðmundsson var þá eigandi West Ham og félagið borgaði betur en mörg af stærri liðum deildarinnar.
Hann hefur verið dæmdur gjaldþrota og var dæmdur í fangelsi og átti að fara í þrjú ár á bak við lás og slá.
Neill var dæmdur fyrir það að greina ekki frá peningum sem hann segist aldrei hafa þénað, eftir að hafa áfrýjað dómnum var dómnum breytt og Neill þarf ekki að fara í fangelsi.
„Fólk trúði mér ekki en ég á ekkert eftir, ég fór alveg á botninn,“ segir Neill.
„Eftir tuttugu ár í fótboltanum og alla vinnuna, þá er bara ekkert eftir,“ segir Neill sem segist hafa tekið margar vitlausar ákvarðanir og fengið mörg slæm ráð sem urðu til þess að peningarnir fóru í tóma vitleysu.