Stórt teymi öryggisvarða og hermanna kom Mohamed Salah, stjörnu Liverpool, til varnar í leik Egyptalands gegn Síerra Leóne í gær.
Áhorfendur gerðu þá atlögu að Salah og liðsfélögum hans með því að hlaupa inn á völlinn. Fjölmiðlar ytra halda því fram að þar hafi átt í hlut bæði stuðningsmenn Liverpool og Salah sem höfðu ekkert illt í hyggju en að aðrir hafi hreinlega ætlað að veitast að honum.
Um var að ræða leik í undankeppni HM og lauk honum með 0-2 sigri Egypta. Hér að neðan má sjá atvikið sem um ræðir og þá sveit manna sem komu Salah til varnar.
🚨🎥| Liverpool’s Mohamed Salah almost gets attacked by opposition fans who ran into the pitch during the match, Sierra Leone vs Egypt. 😦
— TTS. (@TransferSector) November 19, 2023
Look at the security that Salah has around him 🤯pic.twitter.com/sNZcYbWIGJ
— Anything Liverpool (@AnythingLFC_) November 19, 2023