Jose Mourinho, fyrrum stjóri Chelsea, er að skoða leikmenn liðsins sem hann vill fá til Roma á Ítalíu.
Um er að ræða tvo varnarmenn eða þá Trevoh Chalobah og Malang Sarr sem fá ekkert að spila.
Calciomercato greinir frá en Mourinho er nú þegar búinn að næla í Tammy Abraham frá sínu fyrrum félagi.
Sarr og Chalobah hafa ekki spilað leik undir Mauricio Pochettino og er líklegt að Chelsea leyfi þeim að fara í janúar.
Báðir leikmennirnir eru 24 ára gamlir og eru líklega sjálfir opnir fyrir því að kveðja Stamford Bridge.