Kristian Nökkvi Hlynsson átti stórleik í dag fyrir lið Ajax sem spilar við Utrecht í Hollandi.
Kristian fékk tækifæri í aðalliði Ajax og nýtt sénsinn svo sannarlega í síðari hálfleik.
Íslendingurinn skoraði tvennu með stuttu millibili en hann gerði mark á 53. mínútu og svo tveimur mínútum síðar.
Fyrra mark Kristians var afar skemmtilegt en hann skoraði þar með kassanum eftir fasta fyrirgjöf.
Leiknum er ekki lokið og er staðan 3-3 og er aldrei að vita hvort Kristian bæti við þriðja marki sínu.
⚽️ 𝐆𝐎𝐀𝐋 | Utrecht 2-1 Ajax | Kristian Hlynsson
🅰️ Borna Sosapic.twitter.com/QWLR5cqFZ9
— FootColic ⚽️ (@FootColic) October 22, 2023