Kaoru Mitoma er búinn að samþykkja það að skrifa undir langtímasamning við félag sitt Brighton.
Frá þessu greinir félagið sjálft og en Mitoma krotar undir til ársins 2027.
Mitoma er einn allra mikilvægasti leikmaður Brighton en hann vakti fyrst alvöru athygli á síðustu leiktíð.
Japaninn hefur verið orðaður við stórlið á Englandi og var talað um að Manchester United myndi reyna við hann í janúar.
Mitoma er sáttur hjá Brighton en við undirskriftina hækka laun hans í 80 þúsund pund á viku.