Jóhann Berg Guðmundsson, kantmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni gæti snúið aftur út á völlinn um helgina þegar Burnley mætir Brentford um helgina.
Jóhann meiddist á kálfa í leik gegn Manchester United á dögunum og missti af þremur deildarleikjum Burnley vegna þess.
Hann var eining fjarri þegar íslenska landsliðið tók á móti Lúxemborg og Liechtenstein.
Vincent Kompany þjálfari Burnley sagði á fréttamannafundi í morgun að á næstu 48 klukkustundum yrði tekin ákvörðun um hvort Jóhann væri leikfær.
Hann hefur æft með Burnley í vikunni og gæti því komið aftur inn í lið Burnley sem hefur ekki farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni.
Team news from Vincent Kompany. 'Yeah, there are quite a few players coming back; I think they're at different stages. So, [we need] to make a decision [to see] if they're ready for the battle on Saturday or not. That's going to be over the next 48 hours to…
— Ben Dinnery (@BenDinnery) October 19, 2023