Argentínumaðurinn Papu Gomez gekk í sumar í raðir ítalska liðsins Monza frá Sevilla á Spáni. Hann segist hafa fengið tilboð frá Sádi-Arabíu eins og margir aðrir.
Gomez hafði áður verið á mála hjá Atalanta og var því að snúa aftur til Ítalíu. Hann vildi það frekar en að taka gylliboði Sádi-Araba eins og fjöldi leikmanna gerði í sumar.
„Ég ákvað að fara til Monza fyrir fjölskylduna mína. Ég fékk líka tilboð frá Sádi-Arabíu,“ segir Gomez.
Ástæða hans fyrir að segja nei við Sáda vekur hins vegar athygli.
„Ég vildi ekki flytja með börnin mín og fjölskyldu í miðja eyðimörk. Þess vegna hafnaði ég tilboðinu til að snúa aftur til Ítalíu.“