Hákon Arnar Haraldsson leikmaður íslenska landsliðsins segir að liðið hefði átt að taka öll þrjú stigin gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 í kvöld.
Leiknum lauk 1-1 en Ísland var yfir í hálfleik og mun betri aðilinn þá.
„Það var ekki góð stemning í klefanum. Við hefðum alltaf átt að klára þennan leik. Þetta var ekki nógu gott,“ sagði Hákon við 433.is eftir leik.
„Það vantar ekkert upp á sjálfstraustið. Við spilum ekki illa í dag. Við þurfum bara að byggja ofan á þetta.“
Lúxemborg jafnaði í upphafi seinni hálfleiks.
„Það er alltaf högg. Þeir fá meðbyr. Það hjálpaði þeim helling.“
Viðtalið í heild er hér að neðan.