fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
433Sport

Bjarni segir þá ungu hafa þurft að taka mikla ábyrgð

433
Laugardaginn 28. janúar 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kom í Íþróttavikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut á föstudagskvöldum. Gestur með honum var sjálfur Hjörvar Hafliðason, Dr.  Football.

Bjarni fór með Stjörnunni úr kjallaranum og upp í efstu deild. Hann sagði að margir ungir hafi fengið mikla ábyrgð enda sé Stjarnan ungt félag. Strákarnir sem voru með honum í árgangi urðu þeir fyrstu til að koma með bikara í hús og fengu í kjölfarið tækifæri snemma í meistaraflokki.

„Ég man að við vorum fimm í hópnum hjá U16 ára landsliðinu í æfingarhóp. Þetta var sterkur hópur. Valdi Kristófers, Siggi Bjarna, Ingólfur Ingólfsson,“ segir Bjarni en það liðu 25 ár frá því Bjarni og félagar komust fyrst upp í deild þeirra bestu og þar til Stjarnan lyfti sínum fyrsta og eina Íslandsmeistaratitli.

Þegar Stjarnan fór aftur niður leituðu leikmenn annað og völdu yfirleitt Fram. „Ef menn gátu eitthvað fóru menn annað. Bestu gæjarnir sem Stjarnan hefur alið af sér, Veigar Páll og Garðar Jóh, eru ekki seldir frá Stjörnunni. Garðar er seldur frá Val og Veigar frá KR. Ef þú gast eitthvað fórstu úr Garðabænum,“ benti Hjörvar á.

Bjarni rifjaði þá upp sögu af þeim félögum. „Ég var að þjálfa þá tvo sem eldri leikmaður. Ætli þeir hafi ekki verið í sjöunda flokki. Og maður sá strax að þeir gátu eitthvað en þeir gátu líka bara verið að spjalla og halda boltanum á lofti,“ sagði hann og hló.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rooney bregst við stórtíðindum gærkvöldsins í færslu á samfélagsmiðlum

Rooney bregst við stórtíðindum gærkvöldsins í færslu á samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: FHingar frumsýna nýjar treyjur fyrir komandi tímabil með veglegu myndbandi

Sjáðu myndbandið: FHingar frumsýna nýjar treyjur fyrir komandi tímabil með veglegu myndbandi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Auknar líkur á því að Glazer fjölskyldan muni ekki selja United

Auknar líkur á því að Glazer fjölskyldan muni ekki selja United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ný ritgerð varpar skýrara ljósi á KSÍ krísuna: Ekki góð hugmynd að ræða við RÚV – „Það var ákvörðun Guðna og ráðgjafanna“

Ný ritgerð varpar skýrara ljósi á KSÍ krísuna: Ekki góð hugmynd að ræða við RÚV – „Það var ákvörðun Guðna og ráðgjafanna“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Einkunnir úr slæmu tapi Íslands gegn Bosníu: Hæsta einkunn 5 – Varnarlínan fær falleinkunn

Einkunnir úr slæmu tapi Íslands gegn Bosníu: Hæsta einkunn 5 – Varnarlínan fær falleinkunn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íslenska landsliðið beið afhroð í Bosníu

Íslenska landsliðið beið afhroð í Bosníu